Eineygði kötturinn Kisi og ástandið
Description
Hugleikur Dagsson sendir frá sér þriðju myndasögubókina um eineygða köttinn Kisa og ævintýri hans.
Á fyrsta hestinum sat málningarrúlla sem málaði yfir veggjakrot. Á öðrum hestinum sat byggingarkrani sem byggði ljót hús á röngum stöðum. Á þriðja hestinum sat lélegur borgarstjóri. Ef höfuð hans var skorið af uxu tvö ný í staðinn. Á fjórða hestinum sat Davíð Oddsson og honum fylgdi eyðilegging.
Kisi og félagar þurfa nú að standa saman sem aldrei fyrr til að lifa af „ástandið“.
Hugleikur Dagsson hefur vakið mikla athygli fyrir myndasögur sínar og þær þótt í senn kaldhæðnar og fallegar. Hugleikur hefur séð um útvarpsþætti, gert vídeóverk, sinnt myndlist og skrifað leikrit. Um sögur hans var sagt í Morgunblaðinu að þær fljúgi frá landi kaldhæðninnar, millilendi í Skemmtilegabæ, og haldi svo áfram ferðalagi sínu með smá viðkomu í Ljótuborg, vítt um flókinn heim gróteskunnar og fegurðarinnar.
Höfundar: Hugleikur Dagsson